Innskráning í Karellen

Fjölskyldur

Barnaskólinn starfar eftir fyrstu meginreglu Hjallastefnunnar:

Hjallastefnunni er ætlað að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Skólanum ber einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra.

Gott foreldra- og fjölskyldusamstarf er fyrir hendi í Hjallastefnuskólum. Lögð er áhersla á samvinnu við foreldra og fjölskyldur hvers barns til að skapa traust milli heimilis og skóla. Á hverju ári fer fram viðhorfakönnun meðal foreldra til að fá álit þeirra á starfi skólans og til að leita eftir tillögum þeirra til úrbóta. Stundum eru gerðar kannanir um viðhorf í einstaka málum eins og til dæmis til þess hvenær henti best að hafa foreldraviðtöl.

© 2016 - Karellen