news

Fjölskyldurnar velkomnar í fyrramálið 4. október

03 Okt 2018

Elskulegu foreldrar. Við minnum á fjölskyldumorgun hér hjá okkur í Barnaskólanum kl.8.30. Við ætlum að veita innsýn í nám og kennslu barnanna ykkar þar sem kennarar leggja fyrir námstengd verkefni og þið leysið þau með börnunum. Einnig segjum við frá smiðjum og vettvangsferðum en myndin sem fylgir hér er úr vettvangsferð fimm ára barna til Hafnarfjarðar. Nú er tækifæri fyrir ykkur að sjá, heyra og skynja skólabraginn og námið sem hér fer fram. Það væri okkur mikið gleðiefni að sjá ykkur sem flest og eiga notalega stund saman í morgunkaffi og verkefnavinnu.