news

GLEÐILEGT ÁR

05 Jan 2019

Kæru fjölskyldur, við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það liðna. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og nýrra ævintýra á komandi ári. Í gær, föstudaginn 4. janúar kvöddum við jólin með hefðbundnum hætti, en þá mæta börnin okkar og starfsfólk í sparifötum. Um leið og við kveðjum jólin fögnum við nýju ári með söng og dansi. Það er alltaf jafn hjartnæmt að sjá þegar eldri börnin leiða þau yngri inn á þennan fallega söng- og dansfund.