Innskráning í Karellen
news

Ræktun og sjálfbærni

13. 09. 2020

Börn og kennarar í Barnaskólanum í Garðabæ ætla að taka þátt í ræktunar byltingunni. Fyrir helgi fékk skólinn að gjöf frá Foreldrafélagi Barnaskólans gróðurhús, frá Bambahúsum. Jón Hafsteinn, forsvarsmaður fyrirtækisins Bambahús, afhenti Barnaskólanum gróðurhúsið föstudaginn 11. september. Þegar Jón Hafsteinn var að byrja að búa til Bambahús þá ól hann þá von í brjósti að Hjallastefnan yrði fyrsti skólinn til að fá Bambahús frá honum og það rættist. Kennarar skólans hafa átt sér þann draum lengi að fá gróðurhús í skólann og verða þannig sjálfbær með okkar eigið grænmeti. Það sannaðist í dag að það er mikilvægt passa uppá óskirnar því þær geta ræst og eru það mikilvæg skilaboð til barnanna okkar. Við erum afar þakklát og spennt fyrir framtíðar ræktun og sjálfbærni. Hjallastefnan er enn og aftur góð fyrirmynd og tekur mikilvægt skref í átt að sjálfbærni með aðstoð foreldra nemenda skólans.

© 2016 - Karellen