news

Skólinn brunar í gang

22. 08. 2018

Lovísa Lind skólastýra setti skólann á hringtorginu okkar góða í blíðskaparveðri í morgun, ásamt 85 börnum, samstarfsfólki og foreldrum. Um hádegið grilluðum við pylsur. Börnin voru mikið úti við í allan dag, styrktu vináttuböndin og tóku vel í móti nýjum börnum. Frístund er opin til klukkan fimm dag hvern og skólabíllinn er kominn í gang. Velkomin öll til náms og starfa.

© 2016 - Karellen