news

Takk fyrir komuna

04 Okt 2018

Mætingin var hreint út sagt frábær á fjölskyldumorgninum í dag. Við erum afskaplega glöð með að hafa fengið tækifæri til að veita góða innsýn í skólastarfið. Ánægjulegt var að sjá hversu áhugasöm börnin voru um að sýna foreldrum sínum verkefnin sín og leysa sum þeirra með þeim. Söngfundurinn hefur sjaldan verið jafn fjölmennur og komust færri að en vildu inn í salinn, allir fengu samt notið söngs barnanna af ganginum. Myndin sem fylgir hér er af litlum hafmeyjum sem 8 og 9 ára börn gerðu í tengslum við smiðjuverkefni um Danmörku – Den dejlige Danmark.