news

Útikennsla

16. 11. 2020

Barnaskólinn í Garðabæ er staðsettur í miðri náttúruparadís. Alla daga eru börnin mikið úti í námi og frjálsum leik. Rannsóknir sýna að leikur úti í náttúrunni hafi mikil áhrif á ofnæmiskerfið og byggi upp náttúrulegar varnir líkamans: https://www.ruv.is/frett/2020/11/06/natturuleg-lei..

Að auki hefur frjáls leikur í náttúrunni góð áhrif á líkama og sál, mikið nám fer fram í frjálsum leik barna. Börnin njóta þess að vera úti, skynja árstíðir og veðurfar, gróður og dýralíf og uppgötva þannig þá einstöku fegurð sem náttúran sjálf skapar. Jafnframt njóta börnin friðarins og þess samhljóms sem fylgir því að vera í snertingu við mold, gras, vatn og grjót.

© 2016 - Karellen