Gamlir hlutir fá nýtt líf
Tökum ábyrgð á okkar eigin umhverfi

Markmiðið með þessari smiðju er að börn geri sér grein fyrir mikilvægi endurvinnslu og séu meðvituð um hvernig við komum fram við náttúruna og umhverfið. Með þetta að leiðarljósi förum við í heimsókn í Sorpu og kynnumst því hvað verður um allt ruslið sem við hendum og fræðumst um hvað fær framhaldslíf og hvað við getum nýtt aftur.Við þurfum að vera meðvituð um hvað við getum gefið samfélaginu og hvaða áhrif við höfum á það. Að vera meðvituð um og taka ábyrgð á okkar eigin umhverfi með því að skilja við það líkt og við tókum við því.

Hér er MYNDBAND sem sýnir 9 ára börn í smiðjunni og lýsir verkefninu vel. Og hér er MYNDBAND með 7 ára börnum sem voru fyrst til að vinna í þessari smiðju.

Myndmennt: Búin eru til verk úr verðlausu efni

  • búa til risaeðlu úr verðlausu efni

  • þrívíddar vegg listaverk, goggar úr gömlum blöðum, settir margir saman ca. 4-9 á harðan flöt/platta límt með límbyssu

  • fiðrildaórói búinn til úr plastflöskum og fest á greinar sem falla af trjám á svæðinu

  • aukaverkefni - risaeðlubein úr trölladeigi

Upplýsingatækni: Börnin geti nýtt sér tæknina hvað varðar spjaldtölvur, myndavélar, skjávarpa og notast við einföld forrit/hugbúnað til þess að skrásetja og kynna verkin sín.

Börnin búa til hugarkort í spjaldtölvum um endurvinnslu. Nota appið BigMind og hér er eitt sýnishorn:

Smiðjan er undir stjórn Bryndísar Hrannar og Evu Lindar kjarnakennara og Sifjar sem er myndlistarkona, gestakennari í smiðjum og stýrir á Listaloftinu í Frístund.

30.3. 2017 kj

IMG_4719.JPG IMG_4739.JPG IMG_4728.JPG
IMG_4730.JPG