Brúðugerð og leikritasmíði

Markmiðið er að börnin kynnist og upplifi hugarheim brúðuleikhússins í gegnum tjáningu og brúðugerð. Áhersla verður lögð á persónusköpun og leikritagerð. Börnin verður skipt upp í þrjá hópa og munu þau semja, með handleiðslu, leikrit þar sem brúðurnar verða í aðalhlutverki. Við ætlum að skapa okkar eigin brúður úr gipsi, garni, spýtum og lérefti. Eins munum við mála og skreyta brúðuna og klæða í flíkur sem við saumum sjálf.

Þær námsgreinar sem við höfum í forgrunni eru myndlist, textíll og leiklist. Við leggjum rækt við frumkvæði og góða framkomu við náungann. Smiðjunni stýra Hildur og Rakel kjarnakennarar og Bettý þroskaþjálfi og þúsundþjalasmiður.

Í fyrstu opnu vikunni, 6. - 10. febrúar, voru 8 ára börn í blönduðum hópum í þessari smiðju. I annarri opnu vikunni, 20. - 24. mars, voru 7 á börn í þessari smiðju. Hér er MYNDBAND um brúðuleikhússtarfið.

30.3. 2017 kj