Fellum grímuna, haustið 2016

Frá hugmynd að verki - fyrir sjö ára börn

Fyrsta smiðjan fyrir 7 ára börn fól í sér samþættingu leikrænnar tjáningar, handritsgerðar, myndlistar og upplýsingatækni. Kveikjan var fólgin í að lesa sögur um Gísla, Eirík og Helga. Tengt var við Komdu og skoðaðu land og þjóð með sögum um hvernig var í gamla daga á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að 7 ára börn fái tækifæri til upplifa frásögn og leikræna tjáningu af eigin frumleika. Að börnin öðlist færni í að tjá hugmyndir sínar í gegnum listsköpun, fái tækifæri til að vinna með fjölbreyttan efnivið, til að mynda gips, verðlaust efni og málningu. Að þau eflist í sköpun í gegnum upplýsingatækni með að nota spjaldtölvur og nota forritið stop-motion og i-Movie.

Um leið og við styrkjum sjálfstæð vinnubrögð með þessum hætti er mikilvægt að stuðla að góðum samskiptum og hópavinnu. Þetta verkefni verður unnið í blöndun drengja og stúlkna og verður byggt upp þannig að bæði kynin upplifi sig jákvætt og hafi jafnan möguleika til að vinna verkefnin.

Að fella grímuna - fyrir átta og níu ára börn

1161103044

Markmið með þessari smiðju er að verða meðvituð um okkur sjálf, líðan, að enginn er eins, geta unnið á fjölbreyttan hátt til að styrkja sjálfsmynd, sjálfsöryggi og auka víðsýni. Í smiðjunni vinna börn í myndlist, upplýsingatækni og jóga. Lögð er áhersla á okkur sjálf, hver er ég, þori ég að vera ég sjálf/ur, setjum við stundum upp grímu.

Í myndlist skoðum við okkur og andlitið okkar, kynnumst mismunandi listastefnum og listamönnum. 1161103130Teiknum andlitsmyndir af okkur í raun, teiknum okkur í abstrakt og búum til okkar grímu. Ræðum um tilfinningar og hvernig við setjum stundum á okkur grímu. Í upplýsingatækni er byrjað að horfa á stuttmyndina Fellum grímuna. Við notum spjaldtölvur og búum til kynningu af okkur, hver við erum, tökum viðtal við hvort annað, búum til fréttir og auglýsingar. Í jóga finnum við innri frið og styrk til að efla sjálfsmynd og sjálfstraust, ræðum um tilfinningar, hvernig okkur líður, hvernig við erum ólík.

6.1. 2017 KJ