Heilbrigð sál í hraustum líkama, haustið 2016

Í þessari smiðju vinna börnin í heimilisfræði, næringarfræði og hreyfingu. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að borða hollan mat og hreyfa sig daglega til að okkur líði sem best í eigin líkama. Komið er inn á umhirðu tanna og hreinlæti.

Í heimilisfræði baka börnin hollustu brauð og brauðbollur, gera holla og góða ostapinna og dásamlegar kókoskúlur.

Í næringarfræðinni skoða börnin fæðuhringinn, búa til sinn eigin fæðuhring og huga að mikilvægi og nauðsyn þess að borða hæfilega úr hverjum flokki. Börnin fá fræðslu um tannhirðu, hvaða fæða sé góð fyrir tennurnar og hver ekki. Í tengslum við hreinlæti/örverur teikna börnin upp hendurnar sínar og gera aðra höndina hreina en hina óhreina.

Í hreyfingu er lögð áhersla á jafna þátttöku allra barna en þó mætum við einstaklingsþörfum hvers og eins. Hreyfingin fer fram í nærumhverfi skólans. Börnin fara í ratleik á skólalóðinni sem tekur mið af samvinnu og hæfni til að lesa og fara eftir fyrirmælum. Börnin fara í hreyfileiki á skólalóð sem reynir á samvinnu, snerpu og félagslegan þátt. Að lokum er farið í kraftgöngu upp Gunhill þar sem hver og einn tekst á við þá áskorun að sigra fjallið. Þarna reynir á þol, kjark og þrautseigju.

Kennarar styðjast við ýmsar heimilisfræðibækur sem námsgagnastofnun hefur gefið út, eigin reynslu og þekkingu. Smiðjan er löguð að hverjum hópi. Fyrst voru 9 ára börn í þessari smiðju, þá 7 ára og loks 8 ára börn.

25.1. 2017 kj