Innskráning í Karellen

Frístund fyrir 6-12 ára börn 2023-2024

Eftir að kennslu lýkur á 6-12 ára kjörnum tekur við dvöl í Frístund fyrir þau börn sem það kjósa og þar eru skráð til leiks.

Starfið í Frístund er fjölbreytt og boðið er upp á vandaða en létta dagskrá, föndur og skapandi starf á listasvæði, lestur og notalegheit á opnu svæði og leikir og útivera. Skráð er í frístund í gegnum skráningarkerfið Vala.is og fara allar breytingar fram þar í gegn. Edda Rósa stýrir frístundaskútunni að mikilli snilld og hafa foreldrar samband við hana í gegnum tölvupóst ef þeir þurfa að koma skilaboðum áleiðis, fristundgbr@hjalli.is eða eddarosa@hjalli.is

Í Frístund starfar einvala lið kennara en það eru þau: Edda Rósa, Emilía, Andri Jarron, Sólrún Dís, Sara Mjöll og Baldur Orri. Börn á 5 ára kjörnum eru síðdegis á sínum kjörnum.


Frístundabíll Garðabæjar

Frístundabíll Garðabæjar ekur hingað uppeftir til okkar eins og undanfarna vetur, sjá nánar á vef Garðabæjar: frístundabíll

Síðast en ekki síst er morgunfrístundin fyrir þau börn sem koma og dvelja hjá okkur fyrir skóla, frá kl.7.45 - 8.45. Skráð er í morgunfrístundina og morgunmat með því að senda póst á kjarnakennara.


20/9 2023 LLS

© 2016 - Karellen