Starfsmannalisti

staff
Eva Lind Ingadóttir
Grunnskólakennari
09 ára drengir
eru í umsjón Evu Lindar. Hún útskrifaðist með B.Ed. grunnskólakennari vorið 2010 og hefur unnið hjá Hjallastefnunni síðan með mikilli gleði. Áhugamál Evu Lindar eru náttúran, tónlist, dans og útivera og hún nýtir þau í kennslu til að skapa gott andrúmsloft og gleðjast með nemendum sínum. Krafturinn í Evu Lind er smitandi enda eru einkunnarorð hennar: Það eru engin vandamál til, eingöngu verkefni sem þarf að leysa.
staff
Heiða Helena Viðarsdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
05 ára stúlkur
Heiða hóf störf hjá Hjallastefnunni þá á Ásum um áramótin 2002-2003. Heiða lauk stúdentsprófi af uppeldisbraut og hefur starfað við atferlisþjálfun og sem hópstjóri. Heiða hefur lokið námi við Hjallastefnubrú og heldur áfram að bæta við reynslu sína með jákvæðni að leiðarljósi.
staff
Helga Guðmundsdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
05 ára drengir
staff
Helga Kristín Hjarðar
Grunnskólakennari
07 ára drengir
staff
Kristín Jónsdóttir
Þróunarstarf
Kristín kennslukona leiðir þróunarstarf í Barnaskólanum í Garðabæ frá hausti 2018. Hún hefur starfað víða í menntakerfinu, kenndi lengi í grunnskóla og svo í kennaradeild Háskóla Íslands en þar er hún að kenna kennslufræði.
staff
Lovísa Lind Sigurjónsdóttir
Skólastýra
Skólastýra, 07 ára drengir, 08 ára drengir
og bæði leikskóla- og grunnskólakennari. Lovísa Lind byrjaði á skilavakt og í sumarvinnu hjá Hjallastefnunni 16 ára gömul, lærði til leikskólakennara strax eftir stúdentinn en bætti við sig B.Ed. í grunnskólakennarafræðum árið 2010. Um þessar mundir kennir hún 6 ára drengjum meðfram stjórnuninni enda er það fátt sem ekki leikur í höndunum á henni.
staff
Sif Beckers Gunnsteinsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Frístund
Sif útskrifaðist árið 1997 úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og vann lengi sem grafískur hönnuður. Sif settist aftur á skólabekk og útskrifaðist árið 2014 með BA í mannfræði með kynjafræði sem aukagrein. Sif á þrjú börn og elskar að ferðast með fjölskyldunni, fara í jóga og göngur. Sif bjó erlendis í mörg ár en flutti svo í sinn gamla góða heimabæ Garðabæ. Hún leiðir starfið á listalofti skólans og kennir myndlist í smiðjum í opnum vikum.
staff
Sigríður Elfa Sigurðardóttir
Frístund
Frístund
staff
Sigríður Ósk Reynaldsdóttir
Grunnskólakennari
09 ára stúlkur, 08 ára stúlkur
Ósk hóf störf við Barnaskólann haustið 2006 en hafði áður unnið á leikskólanum Ásum frá því í júlí 2001. Ósk hefur mikla reynslu og áður en hún kom að Hjallastefnunni hafði hún starfað við leikskólann Kirkjuból í Garðabæ í 14 ár að loknu leikskólakennaraprófi. Auk þess var hún leikskólakennari í Osló við útilífsleikskóla hjá sjálfum Holmenkollen. Ósk útskrifaðist sem leikskólakennari 1983 og bætti við sig grunnskólakennararéttindum og ústkrifaðist sem slíkur 2005 og er sérgrein hennar heimilisfræði. Hún er mikil áhugakona um matreiðslutilraunir og hlustar að auki á klassískann jazz en flutningur Count Basie er þar framarlega á lista.
staff
Sigrún Lilja Jóhannesd. Færseth
Leiðbeinandi í leikskóla 
06 ára drengir, Sérkennsla
staff
Sigurjón Ívarsson
Matreiðslumaður
Eldhús, Kokkur
Sigurjón Ívarsson er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann er meistarakokkur og lærði á Naustinu. Í gegnum tíðina hefur hann aflað sér reynslu á hinum ýmsu veitingarhúsum höfuðborgarinnar. Í 10 ár vann hann hjá Júmbó samlokum og áður en hann kom til Barnaskólans starfaði hann hjá Kjötbankanum. Sigurjón er mikill fjölskyldumaður og á þrjár dætur sem allar hafa verið í skólum Hjallastefnunnar. Hann stýrir nú blómlegu búi hér á Vífilsstaðatorfunni.
staff
Silja Hinriksdóttir
Leikskólaleiðbeiðandi
Frístund
staff
Soffía Júlía Svavarsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Skólafreyja
staff
Sturla D Þorsteinsson
Grunnskólakennari
Sérkennsla
staff
Svetlana Stepanova
Ræstitæknir
Stoðþjónusta
Svetlana hóf störf við Barnaskólann á Vífilsstöðum haustið 2016. Hún sér um þrif bæði í vesturhúsi og suðurhúsi og gerir það feiknavel í alla staði. Svetlana er frá Rússlandi en hún bjó líka í Litháen áður en hún flutti til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Hún er mikil tungumálamanneskja og talar auk rússnesku, litháísku, pólsku og íslensku. Það hefur verið okkur dýrmætt því hún hefur aðstoðað okkur með pólskuna þegar á þarf að halda.