Innskráning í Karellen

Kjarnakvöld

Miðað er við að haldin séu tvö kjarnakvöld í vetur, fyrir og eftir áramót. Kjarnakvöld eru samstarfsverkefni heimilis og skóla og sjá foreldrar um skipulagningu með aðstoð kjarnakennara. Þá koma börnin ásamt foreldrum sínum og eiga góða stund með kennurum eftir lokun skólans.

Afmælisdagar

Þegar að barn á afmæli er því fagnað líkt og venjulega við komu sína í skólann. Afmælisbarn dagsins fær að fara á sólina í miðju valfundarkróks /mottu og sungin er afmælissöngur Hjallastefnunnar ásamt því að fá veglegt faðmlag frá vinum og kennurum. Ef barn eða börn hafa átt afmæli í mánuðinum er bakað síðasta föstudag þann mánuðinn fyrir þau börn. Þá fá börnin tækifæri til að baka sjálf, undir leiðsögn kennara. Ef afmælisbarn býður vinkonum sínum eða vinum í afmælisboð á skólatíma er afar mikilvægt að öllum hópnum sé boðið en ekki einstaka barni eða börnum. Skólinn hefur boðið upp á að foreldrar geti haldið afmælisveislu í skólanum og hafa foreldrar því oft sameinast um veislu hjá þeim börnum sem eiga afmæli á svipuðum tíma.

20/9 2018 kj

© 2016 - Karellen