Innskráning í Karellen
news

Appelsínugul veðurviðvörun þriðjudaginn 7.febrúar

06. 02. 2023

Kæru fjölskyldur!

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 7. febrúar. Eins og staðan er núna er hún þegar börn eru á leið í skóla, eða að morgni milli 06:00 – 08:00, sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Hér eru leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi fyrir forráðafólk: ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS-011122.pdf (shs.is)

Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með fréttum og póstinum ykkar. Við gætum þurft að gera ráð fyrir röskun á skólastarfi.

Góðar kveðjur,

Anna Margrét og starfsfólk Barnaskólans

© 2016 - Karellen