Innskráning í Karellen
news

Brautir fyrir miðstigsbörn

02. 10. 2020

Í Barnaskólanum er það ávallt okkar markmið að vinna með styrkleika barnanna að leiðarljósi.

Í þessari viku fórum við af stað með spennandi verkefni á miðstigi þar sem við bjóðum börnunum að velja sér námsbrautir við hæfi. Með brautunum erum við að fara dýpra í vinnuna með kynjanámskrána þannig að persónuleiki, greind og hæfileikar þroskist eins og kostur er samfara því að jafnréttis- og lýðræðisvitund barnsins styrkist og eflist.

Námsbrautirnar sem börnin geta valið um eru þrjár, handverksbraut, sviðslista- og tónlistarbraut og íþróttabraut.

Verkefnið hefur farið vel af stað og börnin alsæl að fá þetta val í námi sínu.

© 2016 - Karellen