Innskráning í Karellen
news

Fræðsludagur starfsfólks

03. 02. 2023

Fimmtudagurinn 2.febrúar var sannkallaður fræðsludagur hér í Barnaskólanum. Starfsfólk fékk fræðslu frá Samtökunum '78 en sveitarfélagið Garðabær undirritaði samning við samtökin í vetur. Markmið samningsins er m.a. að;

....stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Jafnframt verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna.

Tekið af vefsíðu Garðabæjar

Að þessari fræðslu lokinni tók við skyndihjálparnámskeið frá Rauða krossinum þar sem farið var yfir skyndihjálp barna. Bráðnauðsynlegt og gagnlegt námskeið.

Starfsfólkshópurinn var samróma um góðan og fræðandi dag hér í okkar góða skóla!


© 2016 - Karellen