Innskráning í Karellen
news

Hjallavision

02. 06. 2021

Söngvakeppni Barnaskólans í Garðabæ fór fram síðastliðinn föstudag. Keppnin átti að fara fram 2020 en var frestað út af samkomu takmörkunum vegna covid 19.

Tíu lið tóku þátt í söngvakeppninni að þessu sinni. Kosning fór fram að keppni lokinni þar sem allir nemendur skólans fengu að gefa sitt atkvæði og liðið sem fékk flest atkvæði sigraði keppnina. Dómnefnd sem skipuð var af starfsfólki og nemendum skólans, gáfu sérstaka viðurkenningu fyrir atriði sem spegla meðal annars gildi skólans. Viðurkenningarnar voru fyrir; frumlegheit, kjark, íslenska lagið, sviðsframkomu, söng og framkomu, fyndnasta lagið og búninga.

Þess má til gamans geta að söngvakeppnin varð til að frumkvæði barnanna fyrir tveimur árum síðan. Við erum stolt af því að geta boðið börnunum tækifæri innan veggja skólans að upplifa í raunverulegum aðstæðum valdeflingu og frelsi við að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika.

© 2016 - Karellen