Innskráning í Karellen
news

Jólasöngfundur og leikhús í tösku

17. 12. 2021

Hátíðarhöld eru hófstillt hér hjá okkur í Barnaskólanum og við höfum eftir fremsta megni reynt að draga úr streitu barnanna vegna jólahátíðarinnar. Í gær, 16. desember, var börnum boðið á sal á árlega leiksýningu Þórdísar Arnljótsdóttur, leikrit í tösku. Leikritið vakti mikla lukku eins og fyrri ár.

Í dag, föstudag, var afskaplega hátíðleg og lágstemmd stund á okkar árlega jólasöngfundi. Stórskotalið tónlistarfólks tók á móti börnum en það voru þau Kristjana Stefánsdóttir, Ómar Guðjónsson og Laufey Sigurðardóttir. Okkar allra besta Magga Pála var einnig komin til að leiða söngfundinn. Börnin sungu hugljúf jólalög og auðvitað var smá stuð líka þegar dansað var í kringum jólatréð.

Við vonum að þið eigið ljúfar stundir í vændum elsku fjölskyldur!

© 2016 - Karellen