Innskráning í Karellen
news

Kennaranemar í heimsókn

10. 11. 2022

Dagana 31. október til 2. nóvember komu kennaranemar í skólaheimsókn til okkar. Þau voru níu talsins sem komu en þau eiga það sameiginlegt að vera öll nemar á fyrsta ári á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Námskeiðið sem þau voru á ber heitið Inngangsnámskeið í kennslufræði og er áhersla lögð á starfsvettvang. Þeirra heimsókn bar akkúrat upp á smiðjuviku en þá gerum við verklegum greinum hátt undir höfði og skólabragurinn er annar en venjulega.

Það er gaman að segja frá því að einn neminn var einmitt barn í þessum skóla á þeim árum sem Barnaskólinn var að hefja göngu sína. Merkilegt alveg hvað kennararnir hafa lítið elst í takt við börnin í skólanum!© 2016 - Karellen