Innskráning í Karellen
news

Landið mitt, Ísland

12. 01. 2024

10 ára börn hafa lært um landið sitt, Ísland, að undanförnu.

Þau kynna sér stærð landsins, hve mörg búa á landinu og kynnast muninum á dreifbýli og þéttbýli. Einnig fræðast þau um tilurð eyjunnar okkar ásamt helstu jöklum, atvinnu, fólk sem hefur haft mikil áhrif á landann, lýðveldi og merkilegar byggingar.

Afrakstur þeirra lýsir best áhuga þeirra og vinnu. Allar myndir sem þau teikna eru unnar eftir fyrirmynd en eru teiknaðar fríhendis og textinn er endurorðaður eftir ítarlega heimildarvinnu.

Í tengslum við þetta verkefni þá fór kjarninn á ferðaskrifstofuna Mundo og fékk fræðslu um hvernig ferðaskrifstofur vinna og bjuggu til ferðabækling til að auglýsa áhugaverða staði á Íslandi.

Afraksturinn eru mjög flott verk hjá 10 ára snillingum!

© 2016 - Karellen