Innskráning í Karellen
news

Lestrarátak og höfundar í heimsókn

18. 11. 2022

Föstudaginn 18. nóvember var sannkallaður uppskerudagur í Barnaskólanum.

Börnin höfðu verið í lestrarátaki í tvær vikur þar sem þau söfnuðu laufblöðum á tré í anddyri skólans. Hvert laufblað táknaði lesna bók eða ákveðinn fjölda blaðsíðna. Það tókst heldur betur vel til og það sást varla lengur i greinar trésins svo mikill var ávöxtur uppskerunnar.

Þennan síðasta dag komu rithöfundarnir Gunnar Helgason og Yrsa Þöll Gylfadóttir í heimsókn í skólann og lásu úr glænýjum bókum fyrir börnin. Einnig var búið að blikka Sigurjón kokk til að bjóða upp á pitsur í hádegismat sem sló heldur betur í gegn.


© 2016 - Karellen