Innskráning í Karellen
news

Lýðræðisfundur 1. desember

01. 12. 2022

Fullveldisdagurinn 1. desember var nýttur til að efla lýðræði í skólastarfi Barnaskólans.

Útisvæðið okkar hefur mikið verið í umræðunni og finnst börnunum að þar mætti bæta leiksvæðið og hafa þau fengið margar góðar hugmyndir. Ákveðið var að allir kjarnar hefðu kjarnafundi þar sem hugmyndum væri safnað saman á eitt blað.

Annar tveggja framkvæmdarstjóra Hjallastefnunnar, Bóas Hallgrímsson, kom í formlega heimsókn þann 1. desember og tók við öllum hugmyndum barnanna. Hans hlutverk er svo að færa bæjarstjóra þessar hugmyndir og vonandi finna lausnir fyrir útisvæðið okkar.

Börnin voru mjög áhugasöm og sumar hugmyndirnar eru auðvitað ævintýralega skemmtilegar eins og gefur að skilja!

© 2016 - Karellen