Innskráning í Karellen
news

Morgunkaffi í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

06. 03. 2023

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, þann 8.mars, gerum við kvenhetjum hátt undir höfði í Barnaskólanum og fá börnin tækifæri til að bjóða einhverri alveg sérstakri hetju í morgunkaffi. Börnin geta þá lagt höfuð í bleyti með foreldrum og boðið einni hetju í morgunkaffi.

Að þessu sinni tvískiptum við morgunkaffinu í skólanum.

Miðstig býður í kaffi frá klukkan 08:30 - 09:00

Yngra stig og 5 ára kjarnar bjóða í kaffi frá klukkan 09:15 - 09:45

Við þökkum fyrir konurnar sem ruddu brautina, kröfðust réttinda og friðar. Hér má lesa meira um þennan merkisdag: 8. mars - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - Kvennasögusafn (kvennasogusafn.is)

© 2016 - Karellen