Innskráning í Karellen
news

Óskir um frið

12. 03. 2022

Fréttir utan úr heimi hafa ekki farið fram hjá börnunum í Barnaskólanum. Börnin spyrja mikið um fréttir af stríðsástandi í Úkraínu og velta ástandinu mikið fyrir sér. Kennarar skólans hafa mikið rætt við börnin og ,,tekið spjall á mottu" eins og við segjum gjarnan. Þar myndast umræðugrundvöllur þar sem börnin þjálfast í að rétta upp hönd, spyrja, bíða, tala hátt og skýrt svo allir heyri.

Í kjölfar þessara umræðna kviknaði sú hugmynd að senda þeim sem eiga um sárt að binda fallegar hugsanir og óskir um frið. Óskirnar eru margar og nú hafa mörg börn skrifað óskirnar á miða og hengt á friðartré sem er í salnum okkar.


© 2016 - Karellen