Innskráning í Karellen
news

Piparkökuhús 9 ára barna

22. 11. 2023

Sú hefur skapast á 9 ára kjörnum að börnin búa til piparkökuhús fyrir jólin.

Það er heilmikið verk að sjá eitt stykki piparkökuhús verða að veruleika en börnin þurfa að hanna húsin, teikna þau upp, búa til deigið, skera það út eftir teikningunni og baka svo deigið. Ósk og Sara, kennarar hópsins, settu húsin saman og bjuggu til gler í glugga með bræddum sykri.Börnin tóku með ljósaseríur að heiman og ætla svo að bjóða foreldrum á kjarnakvöld í skólanum þar sem þau skreyta húsin í sameiningu.

Frábært verkefni og börnin eðlilega meiriháttar stolt af sínum húsum.© 2016 - Karellen