Innskráning í Karellen
news

Pössum saman eins og púsluspil

10. 11. 2022

Drengirnir á 7 ára drengjakjarna unnu skemmtilegt verkefni í tilefni af Degi gegn einelti sem var 8. nóvember sl.

Drengirnir skrifuðu falleg orð og bjuggu til allskonar púslmyndir sem þeir myndskreyttu. Þeir ræddu um að við erum öll allskonar en eigum við það sameiginlegt að vera vinir og okkur líður vel að vera saman. Við pössum sem sagt öll saman alveg eins og púsluspil!

© 2016 - Karellen