Innskráning í Karellen
news

Rímspillir og bóndadagur

18. 01. 2024

Svokallað Rímspillisár, sem var árið 2023, hefur áhrif á dagatölin okkar. Það er því ranglega skráð í flestum dagatölum að bóndadagur beri upp föstudaginn 19.janúar. Heyrst hefur að þorrablótsnefndir víða um land hafi lent í ógöngum við skipulagningu blóta.

Hér eru frekari upplýsingar um málið: Rímspillir veldur ruglingi í dagatölum - RÚV.is (ruv.is)

Hið rétta er að hann ber upp föstudaginn 26.janúar í ár.

Sú hefð hefur skapast hér í Barnaskólanum að bjóða í kaffi við upphaf þorrans og bjóðum við öllum sem vilja og geta að mæta til okkar á fimmtudagsmorguninn 25.janúar.

Morgunkaffið hefst klukkan 08:30 hjá 5 ára, 9 ára, 10 og 11 ára börnum.

Þá hefst það klukkan 08:45 hjá 6, 7 og 8 ára börnum.

© 2016 - Karellen