Innskráning í Karellen
news

Skólastarf hefst á morgun 6. apríl

05. 04. 2021

Skólastarf hefst með hefðbundnum hætti á morgun þriðjudaginn 6. apríl.

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna Covid munum við hólfa starfið niður og virða sóttvarnareglur og því viljum við biðja ykkur að koma helst ekki inn í skólann.

Frístundabíllinn mun ganga þó svo að flest allt íþróttastarf liggi niðri. Við biðjum ykkur að virða frístundaskráningu barnanna ykkar og vera í sambandi ef þið þurfið að breyta skráningu.

Við biðjum ykkur að hafa börnin ykkar heima ef þau eru lasin eða slöpp.

Skólabíllinn keyrir strax á þriðjudagsmorgun og skólinn opnar kl. 7:45 eins og venjulega.

© 2016 - Karellen