Innskráning í Karellen
news

Tónlistarsmiðja 6 ára barna

21. 11. 2023

Börnin á 6 ára kjarna luku við tónlistarsmiðju með tónleikum föstudaginn 17.nóvember. Tónlistarsmiðjan er kennd undir handleiðslu Hildar og Betu. Þessi smiðja hefur vakið mikla lukku hjá börnunum og voru börnin á 6 ára kjarna þar engin undantekning.


Smiðjan er kennd þrisvar í viku, í tvær vikur. Hún leyfir börnunum að prófa ýmis ásláttar hljóðfæri, keðjusöng og kórsöng.

Uppskera smiðjunnar voru frábærir tónleikar þar sem börnin buðu foreldrum og aðstandendum. Börnin stóðu sig með eindæmum vel og lauk tónleikum við mikinn fögnuð áhorfenda.

© 2016 - Karellen