Innskráning í Karellen
news

Vísindavaka

09. 11. 2020

11 ára börnin okkar héldu vísindavöku í opinni viku og má með sanni segja að það hafi verið háspenna vikunnar. Þau fengu alveg frjálsar hendur með að finna tilraun sem þau langaði að prófa. Fyllsta öryggis var gætt og notuðu þau hanska, grímur og gleraugu þar sem það voru ýmiss konar efni mis hættuleg í þessum tilraunum.

Það er mikið uppgötvunarnám sem fer fram við tilraunir og margar tilfinningar sem koma upp, spenna, vonbrigði og gleði því sumar tilraunir heppnast og aðrar ekki.

Börnin eru orðin mjög dugleg að vinna sjálfstætt, setja upp verkefni í tölvu og búa til veggspjöld og kynningar.

© 2016 - Karellen