Innskráning í Karellen
news

​Epla - morgun

16. 12. 2022

Árlegar hefðir hafa sumar hverjar lagst í dvala síðastliðin ár en í ár vakna þær aftur ein af annarri.

Ein árleg hefð í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum er Epla - morgun. Þá koma foreldrar og forráðamenn með börnum í skólann að morgni og þræða lúin epli á bönd. Einnig gefst tími til að gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum og það var sannarlega kærkomið í kuldanum síðastliðinn þriðjudag.

Eftir notalega stund er svo haldið af stað með vasaljós og epli á svæði í grenndinni þar sem trjágróður er mikill. Eplin eru hengd á greinar með þá von að smáfuglarnir geti gætt sér á eplunum og nært sig í mesta kuldanum.

Börnum skólans þykir afskaplega vænt um þessa hefð, ekki síður en foreldrum og starfsfólki. Það er alltaf gott að fá áminningu um að það er sælla að gefa en þiggja.

© 2016 - Karellen