Smiðjur og skólaþróunarverkefni
Eftir hverja fjögurra vikna lotu kemur opin vika. Þá vinnum við í smiðjum og leggjum áherslu á skapandi starf, samþættingu námsgreina, list- og verkgreinar og samvinnu nemenda.
Í smiðjum er hópaskipan oft breytt, stúlkur og drengir saman í hópum eða smærri hópar vinna saman. Hver smiðja er löguð að aldri og þroska nemenda sem og samsetningu nemendahópsins hverju sinni.
Smiðjurnar haustið 2016 voru þrjár. Hjá 7-9 ára börnum voru það Fellum grímuna, Heilbrigð sál í hraustum líkama og Leitin að týnda ljóðinu. Að vori 2017 voru þær Forn-Egyptar, Brúðugerð og leikritasmíð, og Gamalt fær nýtt líf. Hjá 5 og 6 ára börnum voru það Ólympíuleikar og Formgleði og sköpun að hausti, og Listasmiðjur að vori.
Ný námsgrein er í þróun hjá okkur og nefnum við hana Snillingafimi. Börn á 6 og 9 ára kjörnum hafa verið í snillingafimi í haust en 7 og 8 ára verða i fiminni á vorönn 2017. 5 ára snillingar kynnast snillingafimi í opinni viku.