Listasmiðjur 5 ára barna
Fjölskyldan, textíll og íþróttir
Á 5 ára kjörnum voru tvær listasmiðjur í fyrstu smiðjuvikunni á árinu, 7. - 10. febrúar.
Í smiðju um fjölskylduna bjuggu börnin til persónur úr pappa og efnum, byggðu handa þeim hús og ræddu um ólíkar fjölskyldur, kærleik og góð samskipti. Sigga og Sigrún Lilja sáu um smiðjuna.
Í textílsmiðju hjá Heiðu var unnið með garn og byrjað á puttaprjóni. Börnin sýnd bæði áhuga og mikla fimi svo puttaprjónið teygði sig langt út fyrir smiðjutímana.
Þórður íþróttakennari var með daglega íþróttatíma og þá verður líf og fjör útivið.
Ævintýrið um Dimmaskóg
Í annarri smiðjuviku, 20.-24. mars, var unnið með Dimmaskóg sem er við vesturmörk skólalóðarinnar og endalaus uppspretta ævintýra.
Þórður var með daglega íþróttatíma þessa viku svo útivera og mikil hreyfing var líka okkar aðalsmerki alla daga.
3.3. 2017 kj