Snillingafimi, nýbreytni
HÉR er vefur verkefnisins sem er undir stjórn Bettýar Gunnarsdóttur þroskaþjálfa.
Snillingafimi hófst sem ný námsgrein og þróunarverkefni veturinn 2016-17 í umsjón Bettýjar Gunnarsdóttur þroskaþjálfa. Byggt er á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar.
Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum.
Unnið er með áhugatengd, skapandi verkefni. Fyrir áramót er 6 og 9 ára börn í snillingafimi, en eftir áramót fara 7 og 8 ára börn í snillingafimi vikulega. Yngstu kjarnarnir, 5 ára, fá kynningu á snillingafimi í opinni viku.
Bæjarstjórn Garðabæjar veitti þróunarstyrk til verkefnisins sem við kunnum vel að meta.
30.1. 2017 bg