Innskráning í Karellen

Smiðjur og skapandi verkefni

Eftir hverja fjögurra vikna lotu kemur opin vika. Þá vinnum við í smiðjum og leggjum áherslu á skapandi starf, samþættingu námsgreina, list- og verkgreinar og samvinnu nemenda.

Í smiðjum er hópaskipan oft breytt, stúlkur og drengir saman í hópum eða smærri hópar vinna saman. Hver smiðja er löguð að aldri og þroska nemenda sem og samsetningu nemendahópsins hverju sinni.

Tilgangur með smiðjunum er eftirfarandi;

  • uppbrot á skólastarfinu
  • nemendur og kennarar kynnast öllum börnum skólans sem eykur tengsl innan skólans og þvert á aldur
  • auka við list- og verkgreinakennslu
  • nýta fagþekkingu í húsi

Smiðjur skólaárið 2023 - 2024 verða eftirfarandi;

Smíðasmiðja

Heimilisfræðismiðja

Vettvangsferðir og útikennsla

Textílsmiðja

Upplýsingatæknismiðja

Spænska og menningarsmiðja




© 2016 - Karellen