Innskráning í Karellen

Frístund fyrir 6-9 ára börn 2020 - 2021

Eftir að kennslu lýkur á 6-9 ára kjörnum tekur við dvöl í Frístund fyrir þau börn sem það kjósa og þar eru skráð til leiks.

Beinn sími er: 771-6267

Starfið í Frístund er fjölbreytt, hefst á vali og nónhressingu hálfþrjú en svo tekur við útivist eða innileikir eftir vali barnanna.

Í Frístund starfar einvala lið. Edda Rósa, Sigríður Elfa og Gunnlöð sjá um innivistina en þar geta börnin valið um frjálsa inniveru við spil, föndur og leiki. Í útivistinni eru Andri og Einar Kári. Börn á 5 ára kjörnum eru síðdegis á sínum kjörnum.

Skólabíllinn ekur börnum í skóla og heim í dagslok. Það er mikilvægt að skráningar í hann séu kórréttar og við látin vita ef barn á ekki að fara í skólabíl skv. venju.

Síðast en ekki síst er morgunfrístundin fyrir þau börn sem koma og dvelja hjá okkur fyrir skóla. Skráð er í morgunfrístundina og morgunmat.

SKRÁNING HÉR í frístund og skólabíl.


© 2016 - Karellen