Innskráning í Karellen

Röskun á skólastarfi

Þegar óveður brestur á eða foreldrar eru óvissir um skólastarf af öðrum ástæðum, er sjálfsagt að hafa samband og leita jafnframt eftir upplýsingum á heimasíðu okkar.

Við förum eftir ráðleggingum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins setur enda er því falið að fylgjast með veðri og senda út tilkynningar ef á þarf að halda. Um ábyrgð foreldra og forráðamanna segir:

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barnanna og hegði sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir svæðum.Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar eru opnar nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur mönnun skóla verið takmörkuð og geta foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Hér má sjá nánari upplýsingar: alm-vedurbaeklingur-forsjaradilar-is.pdf

https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/© 2016 - Karellen