Innskráning í Karellen


Saga Barnaskólans

Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum í Garðabæ tók til starfa haustið 2003. Hann er rekinn af Hjallastefnunni, sem hefur gert samning við sveitarfélagið um reksturinn. Nemendur í Barnaskólanum eru á aldrinum 5 til 10 ára enda er skólinn bæði leik- og grunnskóli. Haustið 2019 eru 112 nemendur skráðir í Barnaskólann og við skólann starfa um 24 einstaklingar. Skólastýra Barnaskólans er Lovísa Lind Sigurjónsdóttir.

Skóladagur 5 ára barna er frá kl. 7:45 til kl. 17:00 eftir óskum foreldra. Skóladagur 6-9 ára barna hefst kl. 8:45 og honum lýkur kl. 14:15 virka daga en þá tekur við síðdegisstarf í Frístund. Skóladagur miðstigsbarna hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 14.30. Skólanum er lokað kl. 17:00. Frístundabíll Garðabæjar sér um að koma börnunum í tómstundir að skóla loknum.

Skólasöngur Barnaskólans (hljóðskrá)

Skólasöngur Barnaskólans (undirspil án söngs)


20/9/2023 LLS


© 2016 - Karellen