Innskráning í Karellen
staff
Anna Fríða Stefánsdóttir
Hópstýra
07 ára drengir
Anna Fríða er grunnskólakennari og með meistarapróf í mannauðsstjórnun. Anna Fríða hóf störf í Barnaskólanum í haust eftir að hafa unnið í banka undanfarin ár. Hún er alinn upp í Vestmannaeyjum og spilaði fótbolta á sínum yngri árum. Anna Fríða er einstaklega lausnamiðuð, kraftmikil og kappsöm og hlær yndislega.
staff
Anna Margrét Ólafsdóttir
Umsjónakennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
Anna Margrét er með kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og BA gráðu í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún er einnig með diplóma gráðu í vefmiðlun frá HÍ og er rétt að ljúka við masterspróf í hagnýtri menningarmiðlun. Hún er einnig með 200 RYT jógakennararéttindi og hefur lært að kenna yoga nidra, krakkajóga, yin jóga, aerial jóga og að spila á gong. Anna Margrét byrjaði fyrst að vinna hjá Hjallastefnunni árið 2001 á leikskólanum Ásum og hefur prufað ýmislegt síðan þá. Í frístundum sést helst til Önnu Margrétar með fjölskyldunni eða með góða bók, að njóta náttúrunnar í ferðalögum, í jóga eða mögulega allt í bland.
staff
Anton Helgi Hannesson
enskukennari
staff
Áslaug Hanna Baldursdóttir
Grunnskólakennari
Áslaug er með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu og hönnun og smíði og byrjaði að vinna hjá Hjallastefnunni árið 2019 sem smiðjukennari. Hún hefur unnið bæði í skólum og leikskólum frá árinu 2002 og líkar vel. Áhugamál eru samvera með fjölskyldu og allskonar skapandi vinna.
staff
Baldur Orri Ragnarsson
Starfsmaður í leikskóla með stuðning I
05 ára drengir
staff
Bettý Gunnarsdóttir
Þroskaþjálfi
09 ára drengir
Bettý er þroskaþjálfi að mennt og annast stuðning og þjálfun barna á leik- og grunnskólastigi. Hún er upphafskona snillingafimi og brennur fyrir því að börn fái frelsi og stuðning til að vaxa, þroskast og gera betur í dag en í gær. Bettý er margt til lista lagt, hún er markþjálfi og kennir jóga og umvefur alla með hlýju og góðu nærverunni sinni.
staff
David Telsnor Telusnord
Leiðbeinandi í leikskóla 
05 ára drengir
staff
Dóra Margrét Bjarnadóttir
Leikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
05 ára stúlkur, 05 ára drengir, 08 ára drengir
Dóra Margrét er ein af okkar reyndustu Hjallakonum.
staff
Edda Rósa Gunnarsdóttir
Umsjón með Frístundarstarfi
07 ára stúlkur
er aðalsvæði Eddu Rósu. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2006. Edda Rósa hóf störf á Hjallastefnu leikskólanum Ásum sumarið 2002 og nældi sér þar í dýrmæta reynslu. Hún bjó í Skotlandi um árabil og hefur m.a. starfað sem jógakennari. Nú hefur Edda Rósa umsjón með starfinu í Frístund.
staff
Embla Liv Beckers
Starfsmaður í leikskóla
staff
Emilía Ómarsdóttir
Frístundaheimili starfsmaður
staff
Eva Lind Ingadóttir
Grunnskólakennari
09 ára stúlkur, 09 ára drengir
9 ára börn eru í umsjón Evu Lindar. Hún útskrifaðist með B.Ed. grunnskólakennari vorið 2010 og hefur unnið hjá Hjallastefnunni síðan með mikilli gleði, bæði með drengi og stúlkur. Áhugamál Evu Lindar eru náttúran, tónlist, dans og finna lausnir og hún nýtir þau í kennslu til að skapa gott andrúmsloft og gleðjast með nemendum sínum og efla þau að finna sína sérstöðu. Krafturinn í Evu Lind er smitandi enda eru einkunnarorð hennar: Það eru engin vandamál til, eingöngu verkefni sem þarf að leysa. Í frístundum Evu Lindar er hún einna helst að klífa fjöll og skapa góða minningar með fjölskyldunni sinni.
staff
Gabríela Ómarsdóttir
Skilavakt
Gabríela er stuðningur á 5 ára kjarna. Hún var sjálf nemendi í Barnaskólanum en hún stundar nú nám í FG. Gabríela er rósemin holdi klædd, hún nær vel til barnanna og hefur góða nærveru.
staff
Gyða Sif Siggeirsdóttir
Frístundastarfsmaður
staff
Hanna Álfheiður Gunnarsdóttir
Skilastaða
05 ára drengir
staff
Helga Guðmundsdóttir
Kjarnastýra
06 ára drengir
Helga hóf störf hjá Hjallastefnunni haustið 2012 á 5 ára kjarna. Hún hefur starfað í leikskólunum Öskju og Hjalla og Barnaskólanum í Garðabæ, bæði með 5 ára stúlkur og drengi. Undanfarin fimm ár hefur hún þó einbeitt sér að drengjakennslu. Helga er útskrifuð með B.A. í frönsku og úr kennslufræði til kennsluréttinda með frönsku sem kennslugrein frá Háskóla Íslands, með maitrice gráðu í listasögu (Maîtrice en Histoire de l´Art) frá Paul Valéry háskólanum í Montpellier, suður-Frakklandi. Hún er einnig menntuð leiðsögukona frá Endurmenntun Háskóla Íslands og með viðbótardiplómu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana og matsfræði. Áhugamál eru meðal annars, náttúra og hreyfing, bókmenntir og saga, núvitund (lífið er núna) og umhverfisvernd. Helga er með stórt hjarta og kærleik. Hún er uppfull af fróðleik og skemmtilegum hugmyndum.
staff
Helga Kristín Hjarðar
Grunnskólakennari
06 ára stúlkur
Helga Kristín er leik-og grunnskólakennari. Helga útskrifaðist sem með B.Ed í leikskólafræðum 2001 og með B.Ed í grunnskólakennarafræðum 2006. Hún bjó í Englandi með fjölskyldu sinni frá árunum 2002-2013 og hóf störf hjá Hjallastefnunni ári eftir heimkomu. Helga á fjögur börn og ömmubarn og nýtur þess að vinna og leika með börnum allan daginn. Helga hefur gaman af líkamsrækt, góðum bókum, veiði en umfram allt samveru með fjölskyldunni sinni.
staff
Henrik Máni B. Hilmarsson
Starf ekki til
staff
Hye Joung Park
Myndlistarkennari
staff
Lena Dúa Grétarsdóttir
Aðstoð í eldhúsi
staff
Lizceth Isabel Zapata Almiron
Grunnskólakennari
05 ára stúlkur
Lizceth útskrifaðist frá San Agustín háskólanum í Perú árið 2004. Síðan þá hefur hún starfað sem kennari í grunnskólum, framhaldsskólum, sem og í tungumálamiðstöðvum í heimalandi sínu. Hún flutti til Íslands árið 2012 og fékk kennsluréttindi sín frá Perú metin til að vinna sem grunnskólakennari á Íslandi árið 2015. Síðan 2014 hefur hún starfað í leikskólum sem leiðbeinandi 2014-2018 og sem sérkennari 2020-2021. Auk þess í einum opinberum grunnskóla sem stuðningsfulltrúi 2018-2020. Lizceth er með viðbótardiplómu í sérkennslu frá Haskóla Íslands og nú stundar hún einnig nám í B.A. í spænsku. Liz, eins og hún er kölluð byrjaði að vinna í Hjallastefnu í ágúst 2021 og henni líður vel og er ánægð með skipulagningu kennslunnar og fyrir góðan starfsanda. Hennar helstu áhugamál eru tónlist og dans, og lestur íslenskra smásagna fyrir börn. Hún hefur yndi af börnum og finnur oft skemmtileg atvik í fari litlu stelpnanna til að segja frá, og finnst líka gaman af að kenna þeim spænsku, jafnframt því að bæta stöðugt við sína íslensku kunnáttu.
staff
Lovísa Lind Sigurjónsdóttir
Skólastýra
Lovísa Lind er bæði leikskóla- og grunnskólakennari að mennt. Hún hóf sinn starfsferil hjá Hjallastefnunni 16 ára gömul en þá byrjaði hún á skilavakt og í sumarvinnu á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. Lovísa lærði til leikskólakennara strax eftir stúdentinn en bætti við sig B.Ed. í grunnskólakennarafræðum árið 2010 með áherslu á yngri barnakennslu. Þar sem Lovísa byrjaði ung að árum að vinna hjá Hjallastefnunni er reynsla hennar í hjallískumfræðum orðin töluverð. Innan Hjallastefnunnar hefur Lovísa starfað bæði á leikskólanum Hjalla, í Barnaskólanum okkar í Reykjavík og hér á torfunni frá árinu 2010. Lovísa hefur lengst af kennt drengjahópum en frá árinu 2014 hefur hún verið í stjórnendateymi skólans og stýrir nú skólanum. Þó svo að Lovísa hafi mikla reynslu af drengjakennslu á hún fjórar dætur sem allar hafa stundað nám í Hjallastefnunni. Á árum áður var Lovísa mikil íþróttkempa og keppti með liði Stjörnunnar í fóbolta, ásamt ungmenna landsliðum, þar til hún lagði skóna á hilluna árið 2002. Fátt er skemmtilegra en að ferðast um landið á sumrin með fjölskyldunni og njóta sumarsins og alls ekki verra þegar notið er veiðiparadísar í formi fluguveiðar en Lovísa hefur mjög gaman af því sporti.
staff
Luis Lucas António Cabambe
Frístundaheimili starfsmaður
staff
María Katrín Auðardóttir
Yfirþroskaþjálfi
María hefur lokið Bsc í sálfræði fŕá Háskólanum í Reykjavík. Hún byrjaði nú í haust í barnaskólanum og brennur fyrir það að aðstoða og starfa með börnum og tekur öllum með jákvæðni og bros á vör. María vann á leikskólanum Ásum árið 2014 og á leikskólanum Hnoðraholti árið 2017. María er tveggja barna móðir ásamt því að tveir hundar eru í fjölskyldunni. Helstu áhugamál Maríu er útivist, hreyfing, prjón og að fá að eyða tíma með fjölskyldunni.
staff
Ólöf Kristjánsdóttir
Grunnskólakennari
05 ára stúlkur, 05 ára drengir
staff
Pálína Sólrún Ólafsdóttir
Leikskólakennari
07 ára stúlkur
Sólrún er reyndur kennari og Hjallastefnukona. Sólrún er uppfull af fjöri og skemmtilegheitum og hefur miklu að deila. Hún sér það besta í öllu og hefur fallega og góða nærveru.
staff
Sara Jóhanna Jónsdóttir
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
08 ára drengir
staff
Sigríður Ósk Reynaldsdóttir
Grunnskólakennari
08 ára stúlkur
Ósk hóf störf við Barnaskólann haustið 2006 en hafði áður unnið á leikskólanum Ásum frá því í júlí 2001. Ósk hefur mikla reynslu og áður en hún kom að Hjallastefnunni hafði hún starfað við leikskólann Kirkjuból í Garðabæ í 14 ár að loknu leikskólakennaraprófi. Auk þess var hún leikskólakennari í Osló þar sem hún bjó í 5 ár við útilífsleikskóla hjá sjálfum Holmenkollen einnig var hún móðurmálsþjálfari í Lilleaker Barnehage og Furuset Barnehage . Ósk útskrifaðist sem leikskólakennari 1983 og bætti við sig grunnskólakennararéttindum og ústkrifaðist sem slíkur 2005 og er sérgrein hennar heimilisfræði. Hún er mikil áhugakona um matreiðslutilraunir. Hún elskar að elda og snúast í eldhúsinu og ekki skemmir fyrir ef klassískur jazz er á fóninum eins og t.d. Count Basie eða Ella Fitzgerald. Ósk elskar að lesa góðar bækur og oftar en ekki eru nokkrir doðrantar á náttborðinu hennar.
staff
Sigrún Lilja Jóhannesd. Færseth
Atferlisþjálfi
12 ára kjarni, 11 ára kjarni
Sigrún Lilja útskrifaðist með B.s. í sálfræði árið 2009 frá Háskóla Íslands. Hún hóf störf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði árið 2008 og er því með góða Hjallastefnureynslu. Þar var hún hópstjóri og seinna sérkennslustjóri. Hún hóf störf hjá Barnaskólanum árið 2016 og hefur sinnt sérkennslu og kennslu hjá okkur. Sigrún Lilja er með næmt auga á það sem getur hjálpað börnum í að verða enn betri og fullt af leiðum til að þjálfa það. Hún er snillingur í félagsþjálfun barna. Sigrún nýtur þess að vera úti og líður best í tengingu við náttúruna. Hún hefur áhuga á veiði, göngum, smíði, hannyrðum, hugleiðslu, lestri, ferðalögum og að elda góðan mat. Henni finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og framandi, læra nýja hluti og umfram allt að njóta fallegra augnablika hversdagsins.
staff
Sólrún Dís Valdimarsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
05 ára stúlkur
staff
Sólveig Helga Gunnarsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
05 ára drengir
staff
Sturla D Þorsteinsson
Grunnskólakennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
Sturla er með kennarapróf frá Kennaraskólanum og hefur starfað sem kennari í 50 ár. Sturla vann lengst af sem kennari á unglingastigi, fyrst í Réttarholtsskóla í Reykjavík og síðar í Garðaskóla í Garðabæ. Árið 2011 ákvað Sturla að venda sínu kvæði í kross og hóf störf við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Sturla hefur áhuga á útiveru og fer út að skokka og hjóla í frítíma sínum. Þá hefur hann mikinn áhuga á fólki og nýtur sín best í góðra vina hópi.
staff
Svetlana Stepanova
Ræstitæknir
Svetlana hóf störf við Barnaskólann á Vífilsstöðum haustið 2016. Hún sér um þrif bæði í vesturhúsi og suðurhúsi og gerir það feiknavel í alla staði. Svetlana er frá Rússlandi en hún bjó líka í Litháen áður en hún flutti til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Hún er mikil tungumálamanneskja og talar auk rússnesku, litháísku, pólsku og íslensku. Það hefur verið okkur dýrmætt því hún hefur aðstoðað okkur með pólskuna þegar á þarf að halda.
staff
Tatjana Matvejeva
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti
12 ára kjarni
staff
Tatjana Z. Stanislavsdóttir
Íþróttakennari
Tatjana, eða Tanja eins og við köllum hana, útskrifaðist frá lettnesku íþróttauppeldisakademíunni árið 1994, eftir að hafa hlotið menntun íþróttakennara og handboltaþjálfara. Eftir það fór hún strax að vinna á leikskóla sem íþróttakennari og við að þjálfa stúlkur í handbolta. Á sama tíma lék hún sjálf með lettneska landsliðinu í handbolta. Árið 2004 var kominn tími til að breyta til en þá barst henni boð frá ÍBV í Vestmannaeyjum um samning til eins árs. Að því ári liðnu hélt hún áfram að spila handbolta á Íslandi og fékk vinnu sem íþróttakennari í Kópavogi á leikskólanum Arnarsmára. Í Kópavogi starfaði Tanja sem íþróttakennari á leikskólum í tæp 10 ár og spilaði samhliða með liði HK og Hauka. Árið 2014 flutti fjölskyldan frá Kópavogi til Grindavíkur og eftir fæðingu yngsta barnsins ákvað hún að reyna sig áfram sem íþróttakennari í grunnskólanum þar. Þar vann Tanja sem sund- og íþróttakennari til ársins 2022 en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og Tanja hóf störf við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.
staff
Tinna Ingvarsdóttir
Umsjónarkennari
10 ára kjarni
Tinna er fædd árið 1980 og hóf störf hjá Barnaskólanum haustið, 2017. Hún ólst upp í Noregi og flutti aftur til Íslands árið, 2016, þá í Hafnarfjörðinn. Tinna útskrifaðist sem kennari af myndlistarbraut árið, 2005 og hefur verið umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi, deildarstjóri á leikskóla í Osló í 2 ár, og þjálfað fimleika í mörg ár. Auk þess hefur hún ferðast mikið og farið í nokkrar heimsreisur ásamt miklum áhuga á jóga en hún útskrifaðist sem Kundalini Yoga kennari árið, 2012.
staff
Viktoría Ósk Kjærnested
Leiðbeinandi í leikskóla 
05 ára stúlkur
© 2016 - Karellen