Sigrún Lilja Jóhannesd. Færseth
Atferlisþjálfi
12 ára kjarni, 11 ára kjarni
Sigrún Lilja útskrifaðist með B.s. í sálfræði árið 2009 frá Háskóla Íslands. Hún hóf störf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði árið 2008 og er því með góða Hjallastefnureynslu. Þar var hún hópstjóri og seinna sérkennslustjóri. Hún hóf störf hjá Barnaskólanum árið 2016 og hefur sinnt sérkennslu og kennslu hjá okkur. Sigrún Lilja er með næmt auga á það sem getur hjálpað börnum í að verða enn betri og fullt af leiðum til að þjálfa það. Hún er snillingur í félagsþjálfun barna.
Sigrún nýtur þess að vera úti og líður best í tengingu við náttúruna. Hún hefur áhuga á veiði, göngum, smíði, hannyrðum, hugleiðslu, lestri, ferðalögum og að elda góðan mat. Henni finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og framandi, læra nýja hluti og umfram allt að njóta fallegra augnablika hversdagsins.