staff
Andri Jarron
Stuðningur
staff
Anna Fríða Stefánsdóttir
Hópstýra
07 ára drengir
Anna Fríða er grunnskólakennari og með meistarapróf í mannauðsstjórnun. Anna Fríða hóf störf í Barnaskólanum í haust eftir að hafa unnið í banka undanfarin ár. Hún er alinn upp í Vestmannaeyjum og spilaði fótbolta á sínum yngri árum. Anna Fríða er einstaklega lausnamiðuð, kraftmikil og kappsöm og hlær yndislega.
staff
Anna Margrét Ólafsdóttir
Umsjónakennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
staff
Anton Helgi Hannesson
enskukennari
staff
Arnór Gunnarsson
Stuðningur
staff
Áslaug Hanna Baldursdóttir
Grunnskólakennari
staff
Bettý Gunnarsdóttir
Þroskaþjálfi
09 ára drengir
Bettý er þroskaþjálfi að mennt og annast stuðning og þjálfun barna á leik- og grunnskólastigi. Hún er upphafskona snillingafimi og brennur fyrir því að börn fái frelsi og stuðning til að vaxa, þroskast og gera betur í dag en í gær. Bettý er margt til lista lagt, hún er markþjálfi og kennir jóga og umvefur alla með hlýju og góðu nærverunni sinni.
staff
Bryndís Hrönn B. Gunnarsdóttir
Grunnskólakennari
06 ára drengir
11 ára börn eru í umsjón Bryndísar sem er listfeng og þaulreynd Hjallastefnukennslukona en hún hefur starfað í Hjallastefnunni síðan 2006. Hún útskrifaðist haustið 2004 frá Háskóla Íslands með B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu og list- og verkmenntun. Vorið 2014 lauk hún meistaragráðu í grunnskólafræðum með ritgerðinni: Að sleppa tökunum í sköpunarferlinu: áhrif í myndmenntakennslu. Titillinn sýnir vel áherslur hennar og hugsjónir í skólastarfi. Í smiðjum njóta börnin myndlistarkennslu Bryndísar þar sem sköpun og uppgötvunarnám fær að ráða ríkjum.
staff
Dóra Margrét Bjarnadóttir
Leikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
05 ára stúlkur, 05 ára drengir
Dóra Margrét er ein af okkar reyndustu Hjallakonum.
staff
Edda Rósa Gunnarsdóttir
Umsjón með Frístundarstarfi
07 ára stúlkur
er aðalsvæði Eddu Rósu. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu frá Háskóla Íslands vorið 2006. Edda Rósa hóf störf á Hjallastefnu leikskólanum Ásum sumarið 2002 og nældi sér þar í dýrmæta reynslu. Hún bjó í Skotlandi um árabil og hefur m.a. starfað sem jógakennari. Nú hefur Edda Rósa umsjón með starfinu í Frístund.
staff
Embla Liv Beckers
Starfsmaður í leikskóla
staff
Emilía Ómarsdóttir
Frístundaheimili starfsmaður
staff
Eva Lind Ingadóttir
Grunnskólakennari
09 ára drengir, 08 ára drengir
eru í umsjón Evu Lindar. Hún útskrifaðist með B.Ed. grunnskólakennari vorið 2010 og hefur unnið hjá Hjallastefnunni síðan með mikilli gleði. Áhugamál Evu Lindar eru náttúran, tónlist, dans og útivera og hún nýtir þau í kennslu til að skapa gott andrúmsloft og gleðjast með nemendum sínum. Krafturinn í Evu Lind er smitandi enda eru einkunnarorð hennar: Það eru engin vandamál til, eingöngu verkefni sem þarf að leysa.
staff
Gabríela Ómarsdóttir
Skilavakt
05 ára stúlkur
Gabríela er stuðningur á 5 ára kjarna. Hún var sjálf nemendi í Barnaskólanum en hún stundar nú nám í FG. Gabríela er rósemin holdi klædd, hún nær vel til barnanna og hefur góða nærveru.
staff
Helga Guðmundsdóttir
Kjarnastýra
05 ára drengir
Helga hóf störf hjá Hjallastefnunni haustið 2012 á 5 ára kjarna. Hún hefur starfað í leikskólunum Öskju og Hjalla og Barnaskólanum í Garðabæ, bæði með 5 ára stúlkur og drengi. Undanfarin fimm ár hefur hún þó einbeitt sér að drengjakennslu. Helga er útskrifuð með B.A. í frönsku og úr kennslufræði til kennsluréttinda með frönsku sem kennslugrein frá Háskóla Íslands, með maitrice gráðu í listasögu (Maîtrice en Histoire de l´Art) frá Paul Valéry háskólanum í Montpellier, suður-Frakklandi. Hún er einnig menntuð leiðsögukona frá Endurmenntun Háskóla Íslands og með viðbótardiplómu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana og matsfræði. Áhugamál eru meðal annars, náttúra og hreyfing, bókmenntir og saga, núvitund (lífið er núna) og umhverfisvernd. Helga er með stórt hjarta og kærleik. Hún er uppfull af fróðleik og skemmtilegum hugmyndum.
staff
Helga Kristín Hjarðar
Grunnskólakennari
08 ára stúlkur
Helga Kristín er kennari 7 ára stúlkna.
staff
Lizceth Isabel Zapata Almiron
Grunnskólakennari
05 ára stúlkur, 05 ára drengir
staff
Lovísa Lind Sigurjónsdóttir
Skólastýra
og bæði leikskóla- og grunnskólakennari. Lovísa Lind byrjaði á skilavakt og í sumarvinnu hjá Hjallastefnunni 16 ára gömul, lærði til leikskólakennara strax eftir stúdentinn en bætti við sig B.Ed. í grunnskólakennarafræðum árið 2010. Um þessar mundir kennir hún 6 ára drengjum meðfram stjórnuninni enda er það fátt sem ekki leikur í höndunum á henni.
staff
Luis Lucas António Cabambe
Frístundaheimili starfsmaður
staff
María Kristín Gröndal
Íþróttakennari
staff
Matthías Máni Jónasson
Frístundarstarfsmaður
staff
Narfi Ísak Geirsson
Umsjónarkennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
staff
Pálína Sólrún Ólafsdóttir
Leikskólakennari
05 ára stúlkur, 05 ára drengir
Sólrún er reyndur kennari og Hjallastefnukona. Sólrún er uppfull af fjöri og skemmtilegheitum og hefur miklu að deila. Hún sér það besta í öllu og hefur fallega og góða nærveru.
staff
Sara Björk Sigurðardóttir
Grunnskólakennari
Sara Björk útskrifaðist með m.ed. árið 2018. Hún er kennari 7 ára drengja. Sara Björk starfaði áður á leikskólanum Hjalla og svo Hnoðraholti. Sara Björk er skipulögð og mentaðarfullur kennari.
staff
Sigríður Ósk Reynaldsdóttir
Grunnskólakennari
09 ára stúlkur
Ósk hóf störf við Barnaskólann haustið 2006 en hafði áður unnið á leikskólanum Ásum frá því í júlí 2001. Ósk hefur mikla reynslu og áður en hún kom að Hjallastefnunni hafði hún starfað við leikskólann Kirkjuból í Garðabæ í 14 ár að loknu leikskólakennaraprófi. Auk þess var hún leikskólakennari í Osló við útilífsleikskóla hjá sjálfum Holmenkollen. Ósk útskrifaðist sem leikskólakennari 1983 og bætti við sig grunnskólakennararéttindum og ústkrifaðist sem slíkur 2005 og er sérgrein hennar heimilisfræði. Hún er mikil áhugakona um matreiðslutilraunir og hlustar að auki á klassískann jazz en flutningur Count Basie er þar framarlega á lista.
staff
Sigrún Lilja Jóhannesd. Færseth
Atferlisþjálfi
Sigrún Lilja sér um atferlisþjálfun í skólanum. Hún er með B.s í sálfræði. Sigrún Lilja starfaði á leikskólanum Hjalla áður en hún kom í Barnaskólann og er því með góða Hjallastefnureynslu. Sigrún Lilja er með næmt auga á það sem getur hjálpað börnum í að verða enn betri og fullt af leiðum til að sjálfa það. Hún er snillingur í félagsþjálfun barna.
staff
Sigurjón Ívarsson
Matreiðslumaður
staff
Silja Hinriksdóttir
kennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
staff
Sólrún Dís Valdimarsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
05 ára drengir
staff
Sólveig Helga Gunnarsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi A
05 ára drengir
staff
Starri Bernharðsson
Frístundaheimili starfsmaður
staff
Sturla D Þorsteinsson
Grunnskólakennari
12 ára kjarni, 11 ára kjarni, 10 ára kjarni
staff
Svetlana Stepanova
Ræstitæknir
Svetlana hóf störf við Barnaskólann á Vífilsstöðum haustið 2016. Hún sér um þrif bæði í vesturhúsi og suðurhúsi og gerir það feiknavel í alla staði. Svetlana er frá Rússlandi en hún bjó líka í Litháen áður en hún flutti til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Hún er mikil tungumálamanneskja og talar auk rússnesku, litháísku, pólsku og íslensku. Það hefur verið okkur dýrmætt því hún hefur aðstoðað okkur með pólskuna þegar á þarf að halda.
staff
Tatjana Matvejeva
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti
12 ára kjarni
staff
Tinna Ingvarsdóttir
Umsjónarkennari
06 ára stúlkur
Tinna er fædd árið 1980 og hóf störf hjá Barnaskólanum haustið, 2017. Hún ólst upp í Noregi og flutti aftur til Íslands árið, 2016, þá í Hafnarfjörðinn. Tinna útskrifaðist sem kennari af myndlistarbraut árið, 2005 og hefur verið umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi, deildarstjóri á leikskóla í Osló í 2 ár, og þjálfað fimleika í mörg ár. Auk þess hefur hún ferðast mikið og farið í nokkrar heimsreisur ásamt miklum áhuga á jóga en hún útskrifaðist sem Kundalini Yoga kennari árið, 2012. Tinna mun sinna umsjón 6 -7 ára stúlkna í vetur
© 2016 - Karellen