Innskráning í Karellen

Velkomin í skólann

Heil og sæl og hjartanlega velkomin í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum.

Í skólanum okkar eru börn frá aldrinum 5 - 12 ára. Yngstu börnin eru á 5 ára kjörnum og færa sig svo upp á yngsta stig grunnskóla eða 1. - 4. bekk og það svo upp á miðstig eða í 5 - 7.bekk. Við tölum um kjarna í stað bekkja, árgangar eru saman og kynin hvort á sínum kjarna en vinna náið saman. Mörg börn koma til okkar af leikskólum í Garðabæ en börn úr öðrum sveitarfélögum eru líka velkomin.

Í starfi okkar leggjum við mikið upp úr því að börnunum líði vel, þau búi við skýrar reglur og gott atlæti, njóti útiveru og góðrar umönnunar og athygli fullorðinna. Þá verður námið leikur einn því góð líðan og góð námsframvinda fara saman. Við erum skóli jafnréttis, umburðarlyndis og virðingar fyrir einstaklingum; við leggjum okkur fram við að mæta hverju barni eins og það er.

Á þessum vef eru margvíslegar upplýsingar um starfið en þér er líka velkomið að hringja í síma 555-7710 og spyrja okkur um það sem þig langar að vita eða senda okkur tölvupóst á netfangið bskgbr@hjalli.is

Með kærri kveðju,
Lovísa Lind skólstýra


© 2016 - Karellen