news

Í dag fagnar Hjallastefnan 30 ára afmæli.

25. 09. 2019

Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar.

https://www.frettabladid.is/skodun/hjallastefnan-i-thrja-aratugi/

Við í Barnaskólanum í Garðabæ erum þakklát og stolt yfir því að tilheyra því frumkvöðla starfi sem Margrét Pála hefur sl. 30 ár lagt grunn að og fylgt eftir með þvílíkum krafti og kærleik að leiðarljósi.

Skólinn okkar hefur blómstrað undir handleiðslu Hjallastefnunnar og þeim góða og gæfuríka kennarahóp sem hingað hefur leitað og valið að starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á jafnrétti og vellíðan allra barna.

Við óskum öllu Hjallastefnufólki til hamingju með daginn og hún lengi lifi - húrra - húrra- húrra-


© 2016 - Karellen