Innskráning í Karellen
news

​Hreystivika á 5 ára kjarna

10. 11. 2023

Í lok hverrar lotu í kynjanámsskránni sem skólinn starfar eftir er ein opin vika sem við í Barnaskólanum köllum smiðjuviku. Í smiðjuvikum breytum við fyrirkomulagi kennslunnar og leggjum enn meiri áherslu á hreyfingu, hreysti og list- og verkgreinar.

Á þessu skólaári var ákveðið að 5 ára kjarnar færu í íþrótta- og hreystiviku. Vikan snýr að hreysti en börnin fara í skólasund í Sjálandslaug og fá þá nasaþef af því sem koma skal á 6 ára kjarna. Börnin fara einnig í göngutúra en þau hafa gengið upp Gunnhildi og farið með heitt kakó að Víflisstaðahrauni. Íþróttatímar í Miðgarði eru einnig á dagskrá þessa daga og fá þau þá að kynnast eiginlegum íþróttatíma þar sem stundin er með skipulagðri hreyfingu. Þar hafa þau farið í þrautabrautir með allskonar hindrunum, boðhlaup, hopp og jafnvægisæfingar.

Það má svo sannarlega segja að börnin á 5 ára kjörnum séu mjög hraust og hefur þetta uppbrot verið afar vinsælt og næsta víst að framhald verði á.

© 2016 - Karellen