news

Fimm ára börn byrja 13. ágúst

09. 08. 2018

Heil og sæl kæru fjölskyldur fimm ára barna.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í hóp barna og foreldra í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Skólastarfið á 5 ára kjörnum skólaárið 2018-19 hefst mánudaginn 13.ágúst, nema þið kjósið að koma seinna vegna sumarleyfis.
Kennararnir verða tilbúnir að taka á móti börnunum ykkar frá kl. 8:30 þennan morgun. Þau hafa komið til okkar í nokkur skipti í vetur og þekkja því til umhverfisins. Reynslan hefur sýnt okkur að gott er að gera ráð fyrir styttri viðveru fyrstu dagana, endilega hafið samráð við ykkar kennara eftir þörfum.
Skólafatnaður er einkennisfatnaður allra nemenda okkar og æskilegt að huga að honum í skólabyrjun. Skólaföt eru seld í gegnum netverslunina okkar http://vefverslun.hjalli .is/
Mánudaginn 20. ágúst kl. 8:30 bjóðum við ykkur foreldrum að staldra við, þiggja morgunmat, skoða kjarnana, spjalla og kynnast kennurum.

© 2016 - Karellen