Innskráning í Karellen
news

Fréttir af 10 ára kjarna

29. 09. 2023

10 ára börn færðu sig um hús á þessu skólaári og eru í Miðhúsum. Þau virðast una sér vel í þessum nýju heimakynnum og vetur fer vel af stað. Nokkrar breytingar koma í kjölfar þess að fara af yngra stigi yfir á miðstig og meðal þess er námsval en börnin hafa verið að vinna með frábæru kynjanámskránna okkar með 11 ára börnum. Þau unnu í hópum og markmiðið var að hver rödd fengi að heyrast um hvað orðin í agalotunni, hegðun, kurteisi, virðing og framkoma þýddu í þeirra huga.

Einnig hafa 10 ára börn verið að vinna í náttúrfræðiverkefni tengt “pöddum” eða réttara sagt lin- og liðdýrum. Hvert og eitt þeirra er að búa til skyggnur um dýrið sem þau völdu ásamt því að fræðast um hvað ljóstillífun, fæðukeðja og fæðuvefur er. Þau eru afar áhugasöm og vinnusöm að leita upplýsinga á vefnum og vinna verkefnin sín á tölvu.

Kjarninn hefur vanist því undanfarin skólaár að fara ca mánaðarlega á bókasafnið í Garðabæ og velja sér eina bók til yndislesturs og eina fræðibók. Þetta er eitt af uppáhalds stundum kjarnans því hér eiga sér ógleymanlegir töfrar sér stað þar sem börn deila skemmtilegum sögum með kennara sínum, vinkonum og vinum ásamt því að efla áhugann á lestri og öllum þeim töfrum sem góð bók getur gefið.

Kjarninn hefur vanist því undanfarin skólaár að fara mánaðarlega á bókasafnið í Garðabæ og velja sér eina bók til yndislesturs og eina fræðibók. Þetta er eitt af uppáhalds stundum kjarnans því á þessum stundum eiga sér stað ógleymanlegir töfrar þar sem börn deila skemmtilegum sögum með kennara sínum, vinkonum og vinum ásamt því að efla áhugann á lestri og öllum þeim töfrum sem góð bók getur gefið.


© 2016 - Karellen