Innskráning í Karellen
news

Fréttir frá 7 og 8 ára kjarna

11. 09. 2023

Tíminn flýgur hjá okkur á 7 og 8 ára kjarna, þar sem börnin una sér í leik og starfi. Á kjörnum okkar eru 18 drengir og 16 stúlkur, orkumikil og skemmtileg börn. Þrír kennarar eru í þessu teymi þær Anna Fríða og Laufey Helena sem kenna drengjunum og Helga Kristín sem kennir stúlkunum.

Í vikunni fórum við gangandi á Bókasafn Garðabæjar og áttum góða stund í veðurblíðunni.

Börnin völdu sér öll eina bók til yndislesturs í skólanum.

Við erum í Agalotu og orð vikunnar var framkoma, því var kjörið að æfa það.

Börnin fundu öll lítinn texta úr bókinni sinni til að lesa fyrir hvort annað í blöndun. Góð kjarkæfing fyrir börnin og gekk þeim vel.

Hópurinn tekur blöndun alla daga vikunnar þar sem ýmis verkefni eru unnin bæði úti og inni. Við höfum verið að nýta blöndunina núna fyrstu daga skólaársins í verkefni sem tengd eru agalotu.

Við kennararnir í þessum teymi erum spenntar fyrir skólaárinu og hlökkum til að takast á við verkefni vetrarins.

© 2016 - Karellen