news

Gleðileg jól!

20 Des 2018

Við höfum haft það notalegt og um leið hátíðlegt þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær kom Þórdís Arnljótsdóttir leikkona til okkar með Leikhús í tösku og sýndi leikrit um Grýlu og jólasveinana. Þetta var skemmtileg leiksýning þar sem börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.

Í dag enduðum við svo vikuna okkar hátíðlega á jólasöngfundi þar sem við gengum í kringum jólatréð okkar og sungum jólalög. Í hádeginu lögðum við á langborð og borðuðum saman jólamat og spjölluðum saman, það gerist varla hátíðlegra.

Kærleiks- og friðarkveðjur, starfsfólk Barnaskólans