Innskráning í Karellen
news

Haustfréttir frá 5 ára kjörnum

01. 09. 2023

Fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað á 5 ára kjarna en hann telur 16 stúlkur og 21 dreng. Kjarnarnir hafa nýtt góða veðrið í að kynnast umhverfi skólans en það hefur að geyma margar fallegar náttúruperlur. Hópurinn hefur farið að Vífilsstaðavatni og kynnst þar mikilli fuglaparadís sem og fjölbreyttum gróðri.

Starfið hefur farið rólega af stað þar sem börnin eru að kynnast nýju húsnæði og kennurum, við erum þó glöð að segja frá því að við tókum á móti mjög flinkum börnum sem eru svo sannarlega tilbúin í nýtt ævintýri í Barnaskólanum.

Fyrsta vika Agalotunnar er að ljúka þar sem megin áhersla var að hvert barn þekkir sitt hólf og sitt sæti inni á kjarnanum og hvernig dagsskipulagið er. Við vinnum svo áfram með R-in þrjú- Röð, regla og rútína en það er það sem allir hópar Hjallastefnunnar tileinka sér og vinna út frá með góðum árangri.

Hér situr Lísa kennari á plássi með nokkrum 5 ára vinum

© 2016 - Karellen