Innskráning í Karellen
news

Skapandi skrif á miðstigi

19. 11. 2023

Börnin á miðstigi hafa verið í kennslu í skapandi skrifum undanfarnar vikur. Fjórir kynjaskiptir hópar fóru með strætó í Bókasamlagið í Skipholti þar sem Bókasamlagið er. Bókasamlagið er í eigu Kikku K. M. sigurðardóttur. Í Bókasamlaginu er aðstaða fyrir höfunda og kaffihús.

Kikka er rithöfundur og kennaramenntuð, hefur m.a. skrifað Ávaxtakörfuna og bókina um Diddu og dauða köttinn. Því var upplagt að leita til hennar með þetta verkefni sem við í Barnaskólanum viljum leggja áherslu á; að börn finni farveg til að skapa eigin sögur.

Í ritsmiðjunni kynnti Kikka börnin fyrir Beyglaða svaninum og fengu þau það verkefni að skrifa sögu, leikrit eða myndasögu um hann. Þá kannaði hún áhugasvið hópsins og fengu sum börn að spreyta sig við að skrifa sögusvið tölvuleikja, leikrit o.fl. Börnin voru mjög hugmyndarík og dugleg í þessum óþekktu aðstæðum.

Allir hópar fengið ljúffengar veitingar í pásum frá ritstörfum sem vakti mikla lukku.

Það hefur verið dásamlegt að fara í þessar skemmtilegu vettvangsferðir og fylgjast með hópum njóta sín í skapandi skrifum.

© 2016 - Karellen