news

Skólinn byrjar á föstudag, velkomin!

20 Ágú 2019

Skólasetning fyrir 6-10 ára börn verður föstudaginn 23. ágúst klukkan 9 hér á torfunni en 5 ára börnin byrjuðu vikunni fyrr. Börnin verða áfram í skólanum þennan dag sem aðra, 6-9 ára til kl. 14.15, 10 ára til kl. 14.30 og 5 ára samkvæmt skráningu. Frístundin byrjar líka á föstudag og er opin til kl. 17. Skráning í Frístund verður opnuð á næstu dögum og upplýsingar um skólabíl berast í byrjun næstu viku. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.